Sögur - Matthildur
Útvarp Krakkarúv - Un podcast de RÚV
Catégories:
Við fjöllum við um sögur. Í kvöld er það sagan Matthildur eftir breska rithöfundinn Roald Dahl. Matthildur er þekkt bók um allan heim. Hún hefur oft verið þýdd, meðal annars á íslensku og svo hafa verið gerðar kvikmyndir og leiksýningar sem byggðar eru á bókinni. Sagan um hana Matthildi hefur sem sagt tekið á sig mjög margar og ólíkar myndir. Í Borgarleikhúsinu er verið að setja upp söngleik um hana Matthildi. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð. Matthildur lumar þó á ýmsum ráðum gegn heimsku fólksins og með styrk sínum og hugrekki tekst henni að vinna sér sess í veröldinni. Við hittum þrjár ungar leikkonur sem skipta með sér hlutverki Matthildar. Viðmælendur: Erna Tómasdóttir Ísabella Dís Sheehan Salka Ýr Ómarsdóttir Umsjón: Jóhannes Ólafsson Sigyn Blöndal