Menningarheimurinn - Plastóperan & Sónata
Útvarp Krakkarúv - Un podcast de RÚV
Catégories:
Í þættinum í dag lítum við inn á tvær krakkasýningar á Óperudögum í Reykjavík. Fyrst heyrum við brot úr Plastóperunni, en hún er glæný íslensk ópera um plastmengun og feðgin sem eru heima saman á starfsdegi í skólanum. Síðan förum við og sjáum óperuna Sónata sem var síðast sýnd fyrir 24 árum síðan, en það er líka íslensk ópera um ævintýri þeirra Trompets og Sónötu. Eftir sýningarnar heyrum við í nokkrum krökkum sem hlustuðu og heyrum þeirra pælingar og skoðanir á sýningunum og óperum yfir höfuð! Viðmælendur á Plastóperunni: Ögmundur, 7 ára Sveinn, 6 ára Tóbías, 9 ára Benedikt, 11 ára Viðmælendur á Sónötu: Steinunn, 7 ára Áshildur, 9 ára Heiðar Dagur, 10 ára Mikael Köll, 10 ára Freydís Helgadóttir, 12 ára Ísgerður, 8 ára Tónlist: Plastóperan eftir Gísla Jóhann Grétarsson og Árna Kristjánsson Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir