Menningarheimurinn - Óperur
Útvarp Krakkarúv - Un podcast de RÚV
Catégories:
Tónlistarstílasería Útvarps KrakkaRÚV. Rokk, rapp, klassík, jazz, popp og raftónlist... Hvað er ópera? Afhverju syngja óperusöngvarar svona hátt? Eru óperur fyrir krakka? Geta óperusöngvarar í alvöru brotið glas með því að syngja? Hver er munurinn á leikriti og óperu? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og kíkjum á ævintýraóperuna Hans og Grétu í Hörpu þar sem við hittum krakka sem syngja óperur og hlusta og horfa á þær. Sérfræðingur þáttarins er Jón Svavar Jósefsson, óperusöngvari Söngvarar úr sýningunni Hans og Gréta: Ísak Eldar Thor Ólafur Arnaldur Ingvar Sigþór Áhorfendur á sýningunni Hans og Gréta: Guðrún, 7 ára Emilía, 7 ára Dagmar, 7 ára Ólafur Harald, 9 ára Efni Upptökur frá frumsýningu Íslensku óperunnar á Hans og Grétu þann 26. nóvember 2018 Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir