Við erum einstök - 9. þáttur / Ferðalagið með gleðinni
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Verið velkomin/nn í þáttinn "Við erum einstök" Í þessum þáttum okkar segir hún Ingibjörg Þengilsdóttir andlegur ráðgjafi okkur sögur sínar í stöðugri leit að sjálfri sér í gegnum lífið. Í þessum níunda þætti fjallar hún um gleðina og ferðalagið með gleðinni. Á þessum covid tímum finnst mörgum erfitt og að það sé lítið sem hægt er að gleðjast yfir og þakka fyrir, en þegar betur er að gáð er ótrúlega margt sem við tökum sem sjálfsagðan hlut en getum svo sannarlega þakkað fyrir. Þegar gleðin tekur völd hefur þakklætið sig til flugs – og hjartað hlýnar. þáttastjórnandi : Ingibjörg R. Þengilsdóttir. Njótið <3