Verkfærakassinn 8 - Hvað er í gangi ?

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Í þessum áttunda þætti Verkfærakassans leitar Hrabbý svara við því af hverju við manneskjurnar og jörðin virðumst vera að ganga í gegnum mikið óróleikatímabíl. Stjörnuspekingar og andlegir spekúlentar tala um orkubreytingar sem helstu orsökina en hver er þessi orka sem er að breytast og í hverju felast breytingarnar? Hvernig hefur orkan áhrif á okkur og hvað þurfum við að gera til að finna jafnvægi? Til að ræða þessi mál kíkti Hrabbý aftur í heimsókn til Ölmu Hrannar englareikimeistara og miðils sem nýverið birti pistil á síðunni sinni um einmitt þetta viðfangsefni. Í seinni hluta þáttarins slæst Hrönn Friðriksdóttir spámiðill og móðir Ölmu í hópinn, dregur upp spilin og segir okkur aðeins frá því við hverju við megum búast af þessari umtöluðu orku næstu vikur og mánuði. Þáttarstjórnandi Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir "Í þessum þáttum okkar skoðum við ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft teljast óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Við ætlum að setja á okkur spæjarahattinn og halda á stað í rannsóknarferð þar sem við hittum áhugavert fólk og fjölgum verkfærunum í sjálfshjálparkassanum okkar. Við hlökkum til að læra ýmislegt nýtt og spennandi og vonum að þið njótið ferðalagsins með okkur". www.thuskiptirmali.is