Verkfærakassinn 7 - Börn
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Í sjöunda þætti Verkfærakassans er sjónum beint að börnum og hvernig heildrænar meðferðir geta hjálpað þeim með ýmsa andlega og líkamlega kvilla. Hrabbý til aðstoðar er Alma Hrönn Hrannardóttir englareikimeistari og miðill sem fjallar sérstaklega um næmni barna og hvernig má efla og styrkja þau með því að kenna þeim leiðir til læra inn á næmnina og nýta sér hana í daglegu lífi. Að auki ræða viðmælendur fyrri þátta Verkfærakassans um starf sitt með börnum m.a. til að takast á við kvíða, athyglisvanda, ofvirkni, ofnæmi, fóbiur og fleira. Áhugaverður þáttur fyrir alla foreldra! Þáttarstjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir "Í þessum þáttum okkar skoðum við ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft teljast óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Við ætlum að setja á okkur spæjarahattinn og halda á stað í rannsóknarferð þar sem við hittum áhugavert fólk og fjölgum verkfærunum í sjálfshjálparkassanum okkar. Við hlökkum til að læra ýmislegt nýtt og spennandi og vonum að þið njótið ferðalagsins með okkur". www.thuskiptirmali.is