Verkfærakassinn 6 - OPJ
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Í sjötta þætti Verkfærakassans fjallar Hrabbý um séríslenska heilunarmeðferð sem gengur undir nafninu orkupunktajöfnun eða OPJ. - Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Guðnýju Stefnisdóttur heilara sem hefur boðið uppá OPJ meðferðir til fjölda ára, auk þess að reka skóla þar sem þessi meðferð er kennd. - Í seinni hluta þáttarins spjallar Hrabbý svo við hana Elísabetu Ormslev söngkonu, sem skellti sér í tíma hjá Guðnýju og ætlar að deila með okkur sinni reynslu. „Virkilega fróðlegur og skemmtilegur þáttur með frábærum viðmælendum“! Þáttarstjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Í þessum þáttum okkar skoðum við ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft teljast óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Við ætlum að setja á okkur spæjarahattinn og halda á stað í rannsóknarferð þar sem við hittum áhugavert fólk og fjölgum verkfærunum í sjálfshjálparkassanum okkar. Við hlökkum til að læra ýmislegt nýtt og spennandi og vonum að þið njótið ferðalagsins með okkur. www.thuskiptirmali.is/