Verkfærakassinn 5 - KAP
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
„Í þessum fimmta þætti Verkfærakassans ætlum við að fjalla KAP eða „Kundalini Activation Process“. Til að fá frekari upplýsingar um KAP heimsóttum við þau Gísla Rafn og Sunnevu hjá „KAP Facilitators Iceland“ en þau bjóða bæði uppá hópatíma og einkatíma í þessari merðferðartækni. Í seinni hluta þáttarins ræði ég við hana Ingu Birnu sem er tilraunadýrið mitt að þessu sinni. Hún skellti sér í hópatíma og ætlum við að fræðast um það hvernig hún upplifði fyrsta KAP tímann sinn“ Þáttarstjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir. Í þessum þáttum okkar skoðum við ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft teljast óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Við ætlum að setja á okkur spæjarahattinn og halda á stað í rannsóknarferð þar sem við hittum áhugavert fólk og fjölgum verkfærunum í sjálfshjálparkassanum okkar. Við hlökkum til að læra ýmislegt nýtt og spennandi og vonum að þið njótið ferðalagsins með okkur. www.thuskiptirmali.is/