Verkfærakassinn 30 - Katrín Ósk og Óskarbrunnur
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Verið velkomin í Verkfærassann Gestur 30. þáttar Verkfærakassans er Katrín Ósk Jóhannsdóttir barnabókahöfundur og eigandi Óskarbrunns. www.oskarbrunnur.is Katrín deilir með hlustendum reynslu sinni af baráttu fyrir bættri líðan sonar hennar sem glímt hefur við kvíða, vanlíðan og slæma skólaforðun í nokkur ár. Vonleysinu sem fylgdi því að koma sífellt að lokuðum dyrum eða þungum hengilásum og sjálfskoðuninni sem varð grunnur að verkfærinu sem reyndist mikilvæg leið að bættri líðan fyrir þau bæði. Einlægt og afar hugvekjandi spjall við hugrakka, hæfileikaríka og kraftmikla konu. þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Njótið www.thuskiptirmali.is