Verkfærakassinn 3 - Heilun
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Í þessum þriðja þætti Verkfærakassans ræðir hún Hrabbý við hana Ölmu Hrönn Hrannardóttir heilara, um hennar fjölbreytta starf en þar bar meðal annars á góma tal um drauga, engla og náttúruverur. Í seinni hluta þáttarins fær Hrabbý svo til sín í heimsókn hana Evu, en Eva hefur farið til Ölmu í heilun reglulega í rúmt ár og ætlar hér að segja okkur allt um sína reynslu af þessu meðferðarformi. Þáttarstjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir. "Í þessum þáttum okkar skoðum við ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft teljast óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Við ætlum að setja á okkur spæjarahattinn og halda á stað í rannsóknarferð þar sem við hittum áhugavert fólk og fjölgum verkfærunum í sjálfshjálparkassanum okkar. Við hlökkum til að læra ýmislegt nýtt og spennandi og vonum að þið njótið ferðalagsins með okkur".