Verkfærakassinn 26 - Anna Lóa og Hamingjuhornið

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Verið Velkomin/nn í Verkfærakassann Gestur 26. þáttar Verkfærakassans er Anna Lóa Ólafsdóttir flugfreyja, kennari, náms- og starfráðgjafi og rithöfundur ásamt því að bera fjölmarga fleiri hatta. Anna Lóa heldur út vefsíðunni Hamingjuhornið og samnefndri síðu á Facebook, auk þess að hafa gefið út bókina „Það sem ég hef lært“ sem hún byggir m.a. á skrifum sínum á umræddum síðum. Í viðtalinu ræðir Anna Lóa líf sitt, áskoranir og lærdóm á einlægan og fallegan hátt en í samtalinu skín í gegn ástríða Önnu Lóu fyrir því að bæta sitt eigið líf og annarra um leið. Áhugavert viðtal við áhugaverða konu. Þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir www.thuskiptirmali.is