Verkfærakassinn 25 - Gígja Árnadóttir
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Verið Velkomin/nn í Verkfærakassann Gestur 25. Þáttar Verkfærakassans er Gígja Árnadóttir fyrrverandi náms- og starfsráðgjafi. Gígja sem er 78 ára gömul segir okkur frá áhugaverðri ævi sinni á lifandi og skemmtilegan og einlægan hátt eins og henni einnig er lagið. Hún ræðir m.a. hvernig Einar á Einarsstöðum læknaði heilaæxlið hennar á einni nóttu, ákvörðun sína að fara í nám til Kanada nýfráskilin um fimmtugt, kennsluferilinn þar sem hún var m.a. einn af fyrstu tölvukennurum á Íslandi á tíma þar sem tæknin var að ryðja sér til rúms og andlegt ferðalag sitt þar sem m.a. koma við sögu heilun, álfar, huldufólk, annar sigur á krabbameini og svo margt, margt fleira. Ævintýralegt viðtal við kraftmikinn brautryðjenda á flestum sviðum lífsins. Þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Njótið! http://www.thuskiptirmali.is