Verkfærakassinn 23 - Ragnhildur Vigfúsdóttir
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Verið velkomin/nn í Verkfærakassann Í þessum 23. þætti Verkfærakassans ræðir Hrabbý við Ragnhildi Vigfúsdóttur markþjálfa og ráðgjafa um þá umbreytingu sem varð á hennar lífi eftir að hún ákvað að breyta um starfsvettvang ríflega fimmtug, söðla algjörlega um og fylgja hjartanu í átt að því að láta draumana sína rætast. Ragnhildur var m.a. í fyrsta hópi markþjálfa sem útskrifuðust hér á landi og einnig í fyrsta útskriftarhóp í jákvæðri sálfræði hérlendis. Ferðalag Ragnhildar er um margt áhugavert og sýnir okkur svart á hvítu að það er aldrei of seint að finna ástríðuna sína og fylgja henni eftir. Ragnhildur segir okkur frá ferðalaginu og því áhugaverða starfi sem hún nú sinnir við að hjálpa öðrum að finna sitt hugrekki og láta draumana rætast. - Áhugavert viðtal við kraftmikla og skapandi konu! Njótið!! Þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir