Verkfærakassinn 22 - Heimir Logi
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Verið velkomin/nn í Verkfærakassann Í þessum 22. þætti Verkfærakassans liggur leið okkar upp í Kjós þar sem Hrabbý hittir fyrir viðmælanda þáttarins, Heimi Loga. Heimir hefur um árabil boðið upp á svitahof eða sweat en einmitt þar lágu leiðir hans og Hrabbýjar saman fyrir um 10 árum síðan. Yfir tebolla ræða þau um lífið og tilveruna og Heimir deilir með okkur lífshlaupi sínu, erfiðleikum æskuáranna, 20 árum af harðri fíkniefnaneyslu, uppgjöfinni sem leiddi til bata og nýja manninum sem hefur verið í sífelldri mótun í gegnum bráðum 26 ára edrúmennsku og sjálfsvinnu. Lífsviðhorf Heimis Loga er til eftirbreytni og þar er leiðarstefnið mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi, hlusta á æðri leiðsögn og umfram allt, elska sjálfan sig og aðra. Njótið! <3 þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir