Verkfærakassinn 21 - Nina Wolf Feather Björg

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Verið velkomin/nn í Verkfærakassann Í þessum 21. þætti Verkfærakassans er viðmælandi Hrabbýjar hún Nína Wolf Feather Björg. Umræðuefnið er lífið sjálft og stundum ævintýralegt ferðalag Nínu í leit að sjálfri sér. Í þessu einlæga spjalli ræðir Nína m.a. um það hvernig er að alast upp sem næmt barn í umhverfi sem ekki skilur mann auk þess sem hún talar á opinskáan hátt um ævilanga glímu sína við kvíða og meðvirkni. Hæfileiki Nínu til að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu og smitandi hlátrasköll hennar lita viðtalið og sýna okkur í verki hvernig má alltaf sjá ljós við enda ganganna. Nína er svo sannarlega stormsveipur sem margt má læra af. Þó ekki sé nema óbilandi hugrekki hennar og staðfesta í að læra að elska sjálfa sig og gefast aldrei upp. Þar getum við líklegast öll svo sannarlega tekið hana til fyrirmyndar. Njótið! þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir www.thuskiptirmali.is/