Verkfærakassinn 17 - Sigurlaug frá Kærleikssamtökunum

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Velkomin/nn í Verkfærakassann Í þessum 17. þætti verkfærakassans ræðir Hrabbý við Sigurlaugu Guðnýju Ingólfsdóttur forsvarsmann Kærleikssamtakanna. Sigurlaug segir hlustendum á afar einlægan hátt frá baráttu sinni við geðsjúkdóma og ákvörðun sinni um að ná bata án geðlyfja sem leiddi hana í viðburðaríkt ferðalag sjálfskoðunar. Samtalið fer víða þar sem þær ræða meðal annars bækur sem Sigurlaug skrifaði sem hluta af bataferlinu, stofnun og tilgang Kærleikssamtakanna og hugmyndafræðina á bak við áfangaheimili sem samtökin nú reka fyrir þá sem ekki eiga í önnur hús að vernda. Afar áhugavert og hugvekjandi spjall við hugsjónakonu sem farið hefur óhefðbundnar leiðir til að ná árangri, bæði í sinni eigin sjálfsvinnu sem og við að hjálpa öðrum. Njótið! www.thuskiptirmali.is