Verkfærakassinn 16 - Halla himintungl

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Velkomin/nn í Verkfærakassann Viðmælandi Hrabbýar í þessum sextánda þætti Verkfærakassans er heilarinn, nuddarinn, leiðsögukonan og stjörnuspekingurinn Halla Himintungl. Halla segir okkur meðal annars frá kviðnuddsmeðferð sem hún býður upp á en sú meðferð er byggð á mörg þúsund ára gamalli austurlenskri hefð og læknisspeki. Inn í spjallið fléttast áhugaverðar frásagnir Höllu m.a. af því þegar hún varð peningalaus strandaglópur í tælensku klaustri í miðju efnahagshruni og hvernig sú reynsla færði hana á þann stað sem hún er í dag. Afar fræðandi og skemmtilegt spjall við áhugaverða konu. Í seinni hluta þáttarins ræðir Hrabbý svo við Ingu Birnu tilraunadýr sem prófaði kviðnudd hjá Höllu. www.thuskiptirmali.is