Verkfærakassinn 15 - Hrönn spámiðill

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Í þessum fimmtánda þætti Verkfærakassans ræðir Hrabbý við Hrönn Friðriksdóttur spámiðil og andlegan kennara. Hrönn segir okkur meðal annars frá sinni reynslu af því að uppgötva og rækta skyggnigáfu sína og hvernig hún hefur hjálpað öðrum að gera slíkt hið sama. Umræðan er fjölbreytt þar sem þær velta fyrir sér spurningum eins og " Hvað er að vera andleg manneskja? Hvernig ræktar maður sína andlegu hlið ? Og af hverju er það mikilvægt. ? " Innan um þessar lífsspekilegu pælingar leynast svo frásagnir Hrannar af áhugaverðum samskiptum við náttúruverur eins og álfa og huldufólk auk þess sem þær ræða um drauma og þýðingu þeirra, ásamt mörgu fleira áhugaverðu“. Skemmtilegt spjall við mjög áhugaverða konu. Þáttastjórnandi Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir