Verkfærakassinn 14 - Tunglið
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Verið velkomin/nn í Verkfærakassann! „Í þessum fjórtánda þætti Verkfærakassans er umfjöllunarefnið sjálft tunglið. Tunglið er leyndardómsfullt og þó svo að maðurinn hafi stigið þar fæti og vísindin skoðað það í bak og fyrir er ráðgátan um áhrif þess á okkur mennina ennþá að miklu leyti hjúpuð dulúð. Samband okkar við tunglið er jafn langt mannkyninu og heimildir um athafnir því tengdar má finna í gömlum ritum langt aftur í aldir. Sagnir af nornum að dansa undir fullu tungli finnast víða, sumar sögur fjalla um tunglsýki og að verur eins og varúlfar fari jafnvel á kreik á fullu tungli. Þann 30 nóvember s.l. var fullt tungl og að því tilefni settist Hrabbý niður með Ölmu Hrönn heilara og englareikimeistara til að ræða við hennar sýná það hvaða áhrif tunglið hefur á okkurog til að forvitnast um hvort við getum nýtt okkur það á einhvern hátt með því að fylgja því betur eftir og nýta okkur krafta þess. Þáttastjórnandi Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir www.thuskiptirmali.is