Verkfærakassinn 13 - Fanney stjörnuspekingur.
ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf
Catégories:
Verið velkomin/nn í Verkfærakassann! „Í þessum þrettánda þætti Verkfærakassans ræðir Hrabbý við Fanneyju Sigurðardóttur stjörnuspeking og miðil. Spjall um stjörnuspeki þróaðist afar fljótt yfir í umræðu um næmni og geðsjúkdóma þar sem Fanney segir okkur á einlægan og opinskáan hátt frá baráttu sinni við geðhvarfasýki allt frá barnæsku og hvernig innsæið hennar og næmni hafa hjálpað henni í þeirri baráttu. Einlægt og fallegt spjall við afar áhugaverða konu. - Í seinni hluta þáttarins fá hlustendur svo að heyra hugleiðingar Írisar Hólm eftir að hafa hitt Fanneyju og fengið hjá henni stjörnukort og lestur. Við vonum að þið njótið vel og farið vel með ykkur í vetrarveðrinu.“ Þáttastjórnandi Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir http://www.thuskiptirmali.is