Verkfærakassinn 12 - Þankar Þorra

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Verið velkomin/nn í Verkfærakassann! „Í þessum tólfta þætti Verkfærakassans ræðir Hrabbý við Þormóð Símonarson rithöfund, tónlistarmann, trukkabílstjóra og skógræktarbónda svo eitthvað sé talið. Þormóður eða Þorri eins og hann er kallaður er fullur af pælingum og fróðleik um lífið og tilveruna sem gaman er að hlusta á. Þau ræddu meðal annars um árslanga mótorhjólaferð hans um Bretlandseyjar og Skandinavíu til að elta tónlistardrauminn, dvöl hans í munkaklaustri í Skotlandi í leit að sjálfum sér, bækurnar hans, aðlöðunaraflið og margt margt fleira.“ Þáttastjórnandi Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir http://www.thuskiptirmali.is/