Verkfærakassinn 1 - Dáleiðsla

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Velkomin/nn í Verkfærakassann! Í þessum fyrsta þætti verður skyggnst inn í heim dáleiðslunnar og í þetta skiptið verður sjónum beint að fyrri lífa dáleiðslu. Í fyrri hluta þáttarins er tekið hús á Vigdísi Steinþórsdóttur hjúkrunarfræðingi en hún hefur sérhæft sig í þessari tegund dáleiðslu. Vigdís segir okkur frá þessu merkilega meðferðarformi og reynslu sinni af því, bæði sem meðferðaraðili og á sínu eigin persónulega ferðalagi til betra lífs. Í seinni hluta þáttarins er rætt við hana Írisi sem fór á vegum þáttarins til Vigdísar og prófaði dáleiðslu til fyrri lífa í fyrsta skiptið. Hún hefur margt áhugavert að segja sem gaman er að hlusta á. Þáttarstjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Í þessum þáttum ætlum við að skoða ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft teljast óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Við ætlum að setja á okkur spæjarahattinn og halda á stað í rannsóknarferð þar sem við hittum áhugavert fólk og fjölgum verkfærunum í sjálfshjálparkassanum okkar. Við hlökkum til að læra ýmislegt nýtt og spennandi og vonum að þið njótið ferðalagsins með okkur.