Æðruleysið - 4. þáttur / Fanney Dóra

ÞÚ skiptir máli - hlaðvarp - Un podcast de Þú skiptir máli forvarnastarf

Catégories:

Verið velkomin/nn í Æðruleysið Í þáttunum fjallar hún Þórdís Jóna markþjálfi um hin ýmsu málefni og bendir á leiðir til betra lífs. í þessum fjórða þætti fær Þórdís Jóna til sín góðan gest, Fanneyju Dóru Veigarsdóttur sem hefur frá mögnuðum hlutum að segja m.a.hvað varðar val á starfsferli, hvernig hún fór að því að vinna sig út úr lágu sjálfsmati ásamt erfiðleikum í samskiptum við annað fólk. Þær spjalla um almenningsálítið og hvernig hægt er að tækla það og fara jafnframt yfir marga skemmtilega og áhugaverða hluti sem snýr að mannlegu eðli. Markmið okkar með þáttunum er að halda á lofti því að við erum öll mannleg, gerum mistök, lærum og vöxum eins lengi og við höfum aldur til. Leiðarljós þáttarins eru : Styrkur - Fræðsla – Skemmtun þáttastjórnandi : Þórdís Jóna Jakobsdóttir