Norðurlönd, mataræði, O3 og hafréttarmál.
Spegillinn - Hlaðvarp - Un podcast de RÚV
Catégories:
Norðurlandaþjóðirnar ætla að tala einum rómi á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í september þannig fá þær aukinn slagkraft á alþjóðavettvangi, segir forsætisráðherra. Norðurlöndin eigi að verða sjálfbærasta og best samþætta svæði í heimi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Boga Ágústsson. Fyrir átta árum þegar síðast var gerð landskönnun á mataræði Íslendinga var einn af hverjum hundrað grænmetisæta. Framkvæmdastjóri Krónunnar telur að í dag sleppi tífalt fleiri kjöti. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Grétu Maríu Grétarsdóttur. Fullyrðingar um að samþykkt þriðja orkupakkans skuldbindi Ísland til að standa ekki í vegi fyrir fyrir lagningu sæstrengs eru óskiljanlegar. Í hafréttarsáttmálanum sé skýrt kveðið á um að enginn getur lagt sæstreng inn í landhelgi án samþykkis viðkomandi ríkis. Þetta segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í hafréttarmálum. Arnar Páll Hauksson talaði við hann.