Málin á Alþingi, kosningar og hundapest í Noregi

Spegillinn - Hlaðvarp - Un podcast de RÚV

Búist er við að umhverfis- og orkumál verði einna fyrirferðarmest á Alþingi í vetur og að þau gætu litast af álitamálum um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Málefni fjölmiðla og hernaðaruppbygging í Keflavík eru einnig talin geta þvælst fyrir stjórnarliðinu. Stígur Helgason hleraði kjörna fulltrúa um þingið framundan, sem forsetinn setti í dag. Sveitarstjórnarkosninarnar í Noregi voru áfall fyrir gömlu stjórnmálaflokkana. Græningar í borgunum og miðflokksmenn á landsbyggðinni sópuðu til sín fylgi og bæði stuðningsmenn vegatolla og andstæðingar tollana fögnuðu á kosninganóttina. Gísli Kristjánsson útskýrir hvað er eiginlega að gerast í Noregi. Dularfull pest herjar nú á hunda í Noregi og í síðustu viku ákvað Matvælastofnun að setja bann við innflutningi á hundum frá Noregi þar til meira er vitað um veikindin. Tugir hunda í fjórtán fylkjum víðsvegar um Noreg hafa drepist þótt flestir hundanna sem veikst hafa séu á svæði í kringum höfuðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá og talar við Þóru Jóhönnu Jónasdóttur dýralækni.