Lítill gangur í samningum, nefverslun með áfengi.
Spegillinn - Hlaðvarp - Un podcast de RÚV
Catégories:
Óvíst er hvenær samningar takast á opinbera vinnumarkaðnum. Samningar hafa verið lausir í rúma fimm mánuði og svo virðist sem enn hafi ekki verið samið um veigamikil atriði. Ekki hefur verið samið um launahækkanir né heldur um hvernig staðið verður að styttingu vinnuvikunnar. Arnar Páll Hauksson segir frá. Erlendar netverslanir hafa hingað til haft leyfi til að selja áfengi hér á landi. Verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum geta íslenskar netverslanir boðið sömu þjónustu án aðkomu ÁTVR. Áfengið er þá sent heim að dyrum en kaupandi greiðir virðisaukaskatt og áfengisgjald af sendingunni. Þá er enn fremur lagt til að fyrirtækjum verði heimilt að selja eigin framleiðslu í brugghúsi eða á framleiðslustað. Höskuldur Kári Schram ræðir við Þorstein Víglundsson og Bjarkey Olsen Gunnardóttur. Um síðustu helgi voru enn átök í Hong Kong. Það var ekki í fyrsta skipti að hópur mótmælenda safnaðist saman við bresku ræðismannsskrifstofuna þar. Í Bretlandi er ákaft rætt hvort Bretar eigi að veita íbúum í þessari fyrrum nýlendu bresk vegabréf með búseturétti en ekki aðeins með kosningarétti eins og nú er. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.