Breyta ætti sakamálalögum, kappræður demókrata og breytingar á námslán

Spegillinn - Hlaðvarp - Un podcast de RÚV

Breyta ætti sakamálalögum til að leyfa lögreglu að halda mönnum lengur en tólf vikur í gæsluvarðhaldi í flóknari málum. Þetta er mat lektors í refsirétti. Stórt fíkniefnamál sem nú er fyrir dómstólum hefur beint sjónum manna að þessu álitaefni. Stígur Helgason talar við Jón Þór Ólafsson lektor í refisrétti. Donald Trump var Demókrötum hugleikinn í nótt í kappræðum tíu efstu frambjóðenda demókrata í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Spjótin beindust líka að Joe Biden sem enn leiðir baráttuna en Elizabeth Warren og Bernie Sanders fylgja fast á hæla hans. Heilbrigðismál, innflytjendamál og utanríkismál bar títt á góma og hvort og þá hversu langt til vinstri flokkurinn á að sveigja.Pálmi Jónasson segir frá. Útlit er fyrir breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í júlí var sett í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna sem á að koma í stað LÍN. Helstu breytingar sem þar á að gera auk nafnabreytingarinnar eru að ljúki lánþegar prófi innan tilgreinds tíma verði 30% af námsláni þeirra felld niður; styrkur verði veittur til framfærslu barna lánaþega og lán skuli ávallt að fullu greidd þegar lánþegar eru 65 ára. Anna Kristín Pétursdóttir talar við Þóreyju Pétursdóttur