Vaðlaheiðargöng og Öll vötn til Dýrafjarðar
Sögur af landi - Un podcast de RÚV
Catégories:
Við ætlum að velta aðeins fyrir okkur jarðgöngum og afleiddum áhrifum þeirra. Ein umdeildustu jarðgöng landsins, Vaðlaheiðargöng, voru opnuð fyrir umferð í lok árs 2018. Ágúst Ólafsson slóst í för með Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga, inn í sólarlandahitann í göngunum. Við höldum svo vestur á Þingeyri. Með tilkomu Dýrafjarðarganga og bættum vegasamgöngum á Dynjandisheiði er ljóst að ýmislegt hefur breyst, og gæti breyst enn frekar, fyrir þorpið. Þingeyri hefur undanfarin ár tekið þátt í byggðaþróunarverkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum og við hittum verkefnastjórann Agnesi Arnardóttur. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson og Halla Ólafsdóttir.