Sumar: Lífið í Svarfaðardal. Saga af veðurofsa.
Sögur af landi - Un podcast de RÚV
Catégories:
Í dag er komið að níunda og síðasta þættinum í sumarþáttaröð Sagna af landi, þar sem tínt hefur verið saman efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur að njóta í sumar. Í þætti dagsins verður hugleitt um veðrið og rifjað upp viðtal við Rannveigu Karlsdóttur sem sagði sögu langafa síns sem fórst þegar mannskaðaveður gekk yfir landið árið 1935. Í þættinum verður einnig endurflutt viðtal við Gunnhildi Gylfadóttur, bónda á bænum Steindyrum í Svarfaðardal, þar sem hún segir frá lífinu í sveitinni og rifjar upp aðstæður í Svarfaðardal þegar aðventustormurinn gekk yfir landið í vetur. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.