Sumar: Hekla Sólveig, Hanin og Yaqeen og Anton Líni
Sögur af landi - Un podcast de RÚV
Catégories:
Í þessum þriðja sumarþætti Sagna af landi rifjum við upp sögur af ungu fólki. Anna Þorbjörg Jónasdóttir fór í göngutúr með Heklu Sólveigu Magnúsdóttur, unglingi á Akureyri, sem er í hljómsveitinni Brenndu bananarnir. Þá höldum við vestur á Ísafjörð þar sem systurnar Hanin og Yaqeen Al-Saedi sækja nám við menntaskólann. Þær eru frá Írak og fluttu til landsins í hópi flóttafólks eftir að pabba þeirra hafði verið rænt. Og að lokum rifjum við upp viðtal Óðins Svans Óðinssonar við Anton Lína Hreiðarsson, tónlistarmann, sem hefur þrátt fyrir ungan aldur orðið fyrir fleiri áföllum en margir verða fyrir á allri sinni ævi. Efni í þáttinn unnu: Anna Þorbjörg Jónasdóttir, Halla Ólafsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.