Söngleikur í Samkomuhúsinu. Réttindi fatlaðs fólks. Pönkaður forstjóri
Sögur af landi - Un podcast de RÚV
Catégories:
Í þættinum verður farið í heimsókn í Samkomuhúsið á Akureyri þar sem rætt verður við leik- og söngkonuna Jónínu Björt Gunnarsdóttur, sem sýnir um þessar mundir söngleikinn Vorið vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar. Einnig verður rætt við Ingu Margrétar- Bjarnadóttur baráttukonu, um hindranir sem mæta fötluðu fólki til dæmis innan menntakerfisins. Að lokum verður spjallað við Eydísi Líndal Finnbogadóttur forstjóra Landmælinga Íslands og meðlim í kvennapönkhljómsveitinni Hellidembu. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.