Sögurnar hans Bubba eru sögurnar okkar

Sögur af landi - Un podcast de RÚV

Í þessum þætti sækjum við innblástur í plötuna Sögur af landi sem Bubbi Morthens gaf út árið 1990. Lögin á plötunni eru í þjóðlagastíl og textarnir draga fram myndir af lífinu í landinu í allri sinni mannlegu fegurð. Efnistök þáttarins tengjast innihaldi laganna og við fáum að heyra nýjar sögur af landi í samhengi við sögurnar hans Bubba. Við heyrum af skautaiðkun, byggðaþróun og sjómannslífinu. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir