Leirlistakona. Sköpun bernskunnar. Hjólabrettaiðkun

Sögur af landi - Un podcast de RÚV

Í þessum þætti af Sögum af landi verður farið í heimsókn á vinnustofu leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur. Heyrum einnig af undirbúningi sýningarinnar Sköpun bernskunnar á Listasafninu á Akureyri. Kíkjum á framkvæmdir Eiríks Helgasonar sem vinnur núna hörðum höndum að því að koma upp innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti í heimabæ sínum Akureyri. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.