Laugar í Reykjadal

Sögur af landi - Un podcast de RÚV

Í þættinum er farið í heimsókn til Lauga í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Fyrst er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar heimsóttur en hann hefur langan feril að baki sem kynnir í vaxtarrækt. Því næst er farið í heimsókn í Framhaldsskólann á Laugum þar sem áfangastjóri og raungreinakennari eru tekin tali. Í þættinum heyrist einnig innslag frá árinu 2012 þar sem fjallað er um sögu húsmæðraskólans á Laugum. Að lokum er farið í heimsókn á veitingastaðinn Dalakofann. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir