Grasöl frá Bárðardal og viskí úr Hrísey. Endurheimt votlendis.

Sögur af landi - Un podcast de RÚV

Í þætti dagsins verður fjallað um nýsköpun í drykkjarvörum. Aftur verður haldið í Bárðardalinn þar sem Guðrún Sigríður Tryggvadóttir bóndi í Svartárkoti segir frá samstarfsverkefni nokkurra aðila í Bárðardal um framleiðslu á lífrænum drykkjarvörum. Meðal drykkja sem þróaðir verða er grasöl, drykkur sem mörg heimili í Bárðadal hafa bruggað í áratugi. Auk þess verður rætt við Björn Grétar Baldursson sem stefnir á að stofna gin- og viskiframleiðslu í Hrísey. Þetta verður í fyrri hluta þáttarins. Í seinni hluta þáttar er rætt við Iðunni Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Landgræðslunni. Hún segir frá hvernig endurheimt votlendis er háttað hjá þeim landeigendum sem óska eftir aðstoð Landgræðslunnar við endurheimt votlendis. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir