Forn kvennafræði á nýjum tímum. Fornleifauppgröftur í Stöðvarfirði.
Sögur af landi - Un podcast de RÚV
Catégories:
Í þættinum er rætt við Valgerði Hjördísi Bjarnadóttur um námskeið sem hún hafði nýlega lokið við að kenna sem nefnist Gullveig - forn kvennaræði fyrir nýja tíma. Í námskeiðinu tileinka konur sér hin fornu fræði og finna persónulegar leiðir til að koma á og viðhalda jafnvægi í eigin lífi og umhverfi. Hjördís segir frá námskeiðinu og fræðir um hvað felst í hinum fornu kvennafræðum. Í þættinum er einnig forvitnast um fornleifauppgröft á Stöð í Stöðvarfirði en fyrir nokkrum árum þegar leggja átti ljósleiðara í firðinum fundust vísbendingar um fornan mannabústað djúpt í jörðu við bæinn Stöð. Rætt var við dr. Bjarna F. Einarsson og fleiri fornleifafræðinga og nema hjá Fornleifafræðistofunni, sem vinna við uppgröftinn á Stöð í sumar. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir