Flakkað um Kjalarnes: Glerlist, kúabændur og hjónin á Skrauthólum
Sögur af landi - Un podcast de RÚV
Catégories:
Í þætti dagsins verður flakkað um Kjalarnes og farið í heimsókn til nokkurra íbúa á svæðinu. Farið verður til glerlistakonunnar Sigrúnar Einarsdóttur sem stofnaði á Kjalarnesi fyrsta heitglerverkstæði landsins. Einnig verður farið á bæinn Bakka þar sem rætt verður við síðustu hefðbundnu kúabændur Reykjavíkurborgar, þau Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson. Að lokum verður spjallað við hjónin á Skrauthólum, þau Kristjönu Þórarinsdóttur og Guðna Halldórsson, um lífið í sveitinni en þau hafa tekið mjög virkan þátt í félagslífi svæðisins frá því þau fluttu þangað fyrir nokkrum árum. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir