Að flytja hús. Uppskerutími. Héðinsfjörður
Sögur af landi - Un podcast de RÚV
Catégories:
Í Sögum af landi verður sagt frá því þegar heilt hús kom keyrandi eftir veginum í Höfðahverfi í Grýtubakkahvreppi í miðjum sauðburði í vor, og það er Þórarinn Ingi Pétursson bóndi sem segir þá sögu. Í þættinum verður auk þess farið í heimsókn til Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur, bókmenntafræðings í Teigahverfinu í Reykjavík, sem hefur ýmsar sögur að segja af grænmetisræktun og haustuppskeru. Í lok þáttar verður pælt í landslagi, og það er Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands sem segir frá tilvistarrannsókn sem hún vinnur nú að í Héðinsfirði, þar sem athyglinni er beint að íslensku landslagi og það skoðað út frá sjónarhorni vöruhönnunar. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson, Halla Ólafsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.