Matargjafir, snjóflóðaleitarhundur og nytjamarkaður Rauða krossins

Sögur af landi - Un podcast de RÚV

Við hittum þrjá einstaklinga og einn hund, í þremur landshlutum, sem eru virk í sjálfboðaliðastarfi. Við byrjum á Akureyri þar sem við hittum Sigrúnu Steinarsdóttir Ellertsen sem hefur haldið úti Facebook-síðunni Matargjafir á Akureyri og nágrenni í átta ár. Og frá Akureyri höldum við til Flateyrar en eftir að snjóflóð féll á Flateyri í janúar 2020 ákvað Konráð Ara Skarphéðinsson að þjálfa hundinn sinn, Ask, sem snjóflóðaleitarhund. Að lokum höldum við svo á nytjamarkað Rauða krossins á Egilsstöðum og hittum Berglindi Sveinsdóttur sem stendur þar vaktina. Efni í þáttinn unnu: Þórgunnur Oddsdóttir, Halla Ólafsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.