Rauða borðið 6. maí: Húsnæðismál, mótmæli, Gaza, Þýskaland, aðkomufólk, hannyrðir og maðkabækur

Rauða borðið - Un podcast de Gunnar Smári Egilsson

Þriðjudagur 6. maí Húsnæðismál, mótmæli, Gaza, Þýskaland, aðkomufólk, hannyrðir og maðkabækur Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, er formaður átakshóps ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál. Sem eru í tómu tjóni. Ragnar segir Gunnari Smára hvernig hann ætlar að bjarga málunum. María Lilja ræðir við mótmælendur við ríkisstjórnarfundinn í morgun, fólk sem krefst aðgerða íslenskra stjórnvalda vegna þjóðarmorðs í Gaza. Guðný Gústafsdóttir, Júlía Björnsdóttir og Elínborg Angantýsdóttir hafa allar verið í virkum samskiptum við fólk og fjölskyldur sem búa við yfirstandandi þjóðarmorð á Gaza. Þær segja Laufey frá sínu fólki þar og þeirra daglegu baráttu um lífsnauðsynjar. Margt er upp í loft í þýskum stjórnmálum. Ný ríkisstjórn fékk ekki nægan stuðning í þinginu í fyrstu tilraun og vinsælasti flokkurinn í skoðanakönnunum er sagður vinna gegn mannhelgi er hornsteinn stjórnarskrárinnar. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur í Berlín fer yfir stöðuna í símtali við Gunnar Smára. Halldór S. Guðjónsson, dósent við Háskóla Íslands, vinnur að athugun á hversu margt af því fólki sem hefur flutt til Íslands mun eyða ævikvöldinu á Íslandi og hversu margt snýr til baka. Hann ræðir við Sigurjón um málið. Najlaa Atillah ræðir við Maríu Lilju um mikilvægar hefðir í palestínsku handverki og hvers vegna hún hefur tekið það upp að kenna Íslendingum palestínskan útsaum í miðju þjóðarmorði á fólkinu hennar. Íslenskar „maðkabækur“ eru til sölu á Amazon. Bækurnar fjalla ekki um orma heldur eru þetta matreiðslubækur. Bjarki Ármannsson, doktorsnemi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, vakti athygli á bókunum á bloggsíðu sinni Bjarkamál en hann ræðir við Maríu Lilju um málvísindi með tilliti til gervigreindar.