Styrking leikskólastigsins - skýrsla starfshóps

Límónutréð - Un podcast de Límónutréð

Catégories:

Í þessum fyrsta þætti haustins komu fulltrúar starfshóps á vegum Mennta-og menningarmálaráðuneytsins um styrkingu leikskólastigsins og kynntu tillögur hópsins. Hópurinn leggur fram fjölþættar tillögur um hvernig efla megi skólastarf á leikskólastigi, m.a. um endurskoðun á aðalnámskrá leikskóla, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla og byggingarreglugerð. Tillögurnar eru nú til umfjöllunar í ráðuneytinu, m.a. í samhengi við fyrstu innleiðingaráætlun nýrrar menntastefnu sem kynnt verður í haust. Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/08/23/Breytingar-sem-efla-leikskolastarf/