Reynsla karla af leikskólastörfum - Dr. Þórdís Þórðardóttir
Límónutréð - Un podcast de Límónutréð
Catégories:
Í þættinum segir Dr. Þórdís Þórðardóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, okkur frá nýrri bók sem fjallar um reynslu karla af leikskólastörfum. Bókin heitir Exploring Career Trajectories of Men in the Early Childhood Education and Care Workforce: Why They Leave and Why They Stay. Ritstjórar eru David L. Brody, Kari Emilsen, Tim Rohrmann og Jo Warin. Bókin byggir á niðurstöðum úr alþjóðlegri rannsókn sem fram fór í þrettán löndum víðs vegar um heiminn. Þórdís er meðhöfundur tveggja kafla í bókinni. Nánari upplýsingar um bókina er að finna hér