84. Hvað ertu að hugsa? (hluti 2 af 2)

Podcastið með Lindu Pé - Un podcast de Linda Pétursdóttir - Les mercredis

Catégories:

Við höldum áfram að skoða hvað það er sem framkallar líðan okkar, pælum í því af hverju við upplifum okkur sem fórnarlömb og hvernig við getum breytt því. Læturðu annað fólk eyðileggja daginn fyrir þér? Viltu breyta ákveðnum niðurstöðum í lífi þínu? Ef þú vilt breyta líðan þinni og niðurstöðu í lífi þínu skaltu læra hugsunastjórnun. Þú gerir það með því að temja þér Hugsa – Líða – Gera hringrásina og við höldum áfram að kafa dýpra í hana í þessum þætti. Þetta er eitt það magnaðasta tól sem ég kenni því þú getur notað það á allt. Með þessari aðferð lærirðu að hugsa meðvitað og vera vörður heilans þíns. Ef þú hefur ekki enn hlustað á þátt nr. 11 Hugsa-líða-gera hringrásin skaltu hlusta á hann fyrst, því það sem þú lærir hér er framhald af því.   NÁNARI UPPLÝSINGAR: 28 daga Heilsuaáskorun Ertu komin/n með nóg af sykri og unninni færðu? Þá skaltu hreinsa til í mataræðinu með 28 daga Heilsuáskorun. Þeta er einfalt: Þú skiptir út einni máltíð fyrir einn heilsudrykk. Stútfullt efni af ráðum og uppskriftum af allskyns saðsömum þeytingum sem bæta heilsuna. Einfalt, bragðgott og virkar!  7 daga áætlun að vellíðan Fáðu aukna vellíðan í þitt daglega líf, meiri lífsgæði og heilsan bætist. Dagleg áætlun, uppskriftir að mataræði í 7 daga, ráð o.mfl. Heimasíða Lindu  Skoðaðu allt sem er í boði og skráðu þig á ókeypis póstlista. LMLP  Hér færðu Lindu sem lífsþjálfa þinn. Vikulegir fundir, þú losar þig við aukakílóin, byggir upp sjálfsmyndina, færð aukið sjálfstraust og trú á þig sjálfa-og þú ferð að lifa draumalífin þínu. Skráðu þig í prógrammið Lífið með Lindu Pé. HBOM (Hættu að borða of mikið). Hvernig myndi þér líða ef þú grenntist um 5, 10 eða 20 kíló? 4 vikna vefnámskeið, þú lærir nýja aðferð til þess að hætta að borða of mikið. InstagramSendu mér endilega skilaboð og segðu mér hvað þú tókst með þér úr þættinum. I-tunes meðmæli Ég yrði afar þakklát ef þú tækir þér mínútu til að gefa podcastinu 5 stjörnu meðmæli á ITunes/Apple Podcast. Með því fá fleiri að hlusta á efnið sem ég set hér fram. Fyrirfram þakkir!