65. Eðlilegar matarvenjur. (Hluti 2 af 2).

Podcastið með Lindu Pé - Un podcast de Linda Pétursdóttir - Les mercredis

Catégories:

Hvað er eðlilegt? Hvernig skilgreinir ÞÚ eðlilegt? Af hverju höfum við áhyggjur af því að vera eðlileg og gera hluti sem eru eðlilegir? Eitt af því sem flokkast nú til dags sem „eðlilegt“ sumsé í menningu nútímans, er að vera í ofþyngd. Mér þykir líklegt að ástæða þess að það sé orðið nýja normið er að við höfum vanist því að borða mat sem þjónar ekki líkama okkar og neytum matar oft af röngum ástæðum. Í þætti dagsins ætla ég að vera á heimspekilegum nótum og halda áfram að kafa ofaní hvað eru eðlilegar matarvenjur, af hverju fólk finnur fyrir þrýstingi til að aðlagast og fylgja þessu svokallaða normi og hvers vegna við efumst ekki, sér í lagi þegar hlutir þjóna okkur ekki. Við ætlum  líka að skoða stærstu ranghugmyndirnar um matar- og drykkjarvenjur okkar, sem og þyngdartap, og ræðum tengingu okkar við mat. Það sem þú munt uppgötva: • Hvað er orðið „eðlilegt" varðandi mataræði í samfélagi okkar og hvers vegna. • Hvers vegna tiltekin matvæli hafa orðið að grunni í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. • Hvers vegna gamla ráðið „hreyfðu þig meira og borðaðu minna“ til að léttast virka ekki. • Vandamálið með að takmarka ákveðin matvæli. • Hvernig hið nýja norm í kringum mat er að skaða okkur. • Atriði sem þarf að huga að varðandi matarvenjur og þyngdartap. • Hvað gerist þegar þú fjarlægir mat sem dempara úr lífi þínu. Nánari upplýsingar: Heimasíða Lindu  Prógrammið Lífið með Lindu Pé Komdu endilega á Instagram og segðu mér hvað þú tókst með þér úr þessum þætti @lindape Ef þú ert með spurningu handa mér, sendu mér þá endilega skilaboð og ég svara hér í podcastinu! Instagram eða netfang [email protected]. → P.s Ég yrði afar þakklát ef þú tækir þér mínútu til að gefa podcastinu 5 stjörnu meðmæli á ITunes/Apple Podcast. Með því fá fleiri að hlusta á efnið sem ég set hér fram. Fyrirfram þakkir!