ÓL - Dagur 4 - Viðtal við heimsmeistara
Íþróttavarp RÚV - Un podcast de RÚV
Catégories:
Farið yfir fjórða keppnisdag leikanna í Beijing og tekið viðtal við heimsmeistarann í norrænni tvíkeppni, Norðmanninn Jarl Magnus Riiber, sem á sterka tengingu til Íslands þar sem hann á íslenska konu. Hann smitaðist af kórónuveirunni þegar hann kom til Kína og þykir ekki líklegt að hann nái að keppa á leikunum og segir það mikið áfall fyrir sig. Heyrðum einnig í Eddu Sif Pálsdóttur sem sagði okkur frá öllu því sem hefur verið að gerast á leikunum hjá íslensku keppendunum undanfarna daga. Umsjón: Gunnar Birgisson