Lærdómsritin: Dýralíf

Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs - Un podcast de Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Catégories:

Í öðrum þætti hlaðvarpsins Lærdómsrit, sem Hugvarp – hlaðvarp Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Hið íslenska bókmenntafélag standa saman að, er fjallað um Dýralíf eftir J.M. Coetzee sem kom út hjá Lærdómsritunum í haust. Ritstjórinn Jón Ólafsson, ræðir við Gunnar Theódór Eggertsson, höfund inngangs bókarinnar um efni hennar og almennt um vaxandi umræðu samtímans um dýravernd og réttindi dýra. Í þættinum er vísað í tvær eftirfarandi vefslóðir: Viðtal við þýðendur verksins, þau Gunnar Sigvaldason og Katrínu Jakobsdóttur, í Lestinni: https://www.ruv.is/utvarp/spila/lestin/23619/7hr8nv (hefst á 29:08). Upplestur tveggja stuttra brota úr verkinu á Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar: https://www.facebook.com/201991723196411/videos/705106650134532 (lestur úr Dýralífi hefst á 29:15)