Þýðendaævir: Nina Krimova
Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs - Un podcast de Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Catégories:
Annar þáttur Þýðendaæva er um Ninu Krimovu, einn helsta þýðanda Laxness á rússnesku og störf hennar sem þýðandi og túlkur um áratugi. Victoria Bakshina fer yfir ævintýralegan feril þessarar konu sem kom víða við. Höfundur og lesari þakkar Linu Ivanovu, túlki rússneska utanríkisráðuneytisins fyrir veitta hjálp. Á næstu vikum mun Hugvarp birta þætti um ævi og verk þýðenda, af og á íslensku. Það eru meistaranemar í þýðingafræðum við Háskóla Íslands sem unnið hafa þættina, rannsakað umfjöllunarefnið og flytja. Með þessu móti eru verk nemenda gerð aðgengileg almenningi til fróðleiks og skemmtunar.