Þýðendaævir: Arnheiður Sigurðardóttir

Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs - Un podcast de Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Catégories:

Þriðji þáttur Þýðendaæva er um Arnheiði Sigurðardóttur, kennara og þýðanda með meiru. Kristrún Guðmundsdóttir stiklar á stóru í ævi þessarar merku konu og fjallar meðal annars um brautryðjendaverk hennar og kynni af Halldóri Laxness. Lesarar ásamt Kristrúnu eru Ester Þórhallsdóttir og Oddný Þórhallsdóttir. Á næstu vikum mun Hugvarp birta þætti um ævi og verk þýðenda, af og á íslensku. Það eru meistaranemar í þýðingafræðum við Háskóla Íslands sem unnið hafa þættina, rannsakað umfjöllunarefnið og flytja. Með þessu móti eru verk nemenda gerð aðgengileg almenningi til fróðleiks og skemmtunar.