Síðasta lag fyrir myrkur - Vígroði e. Vilborgu Davíðsdóttur
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un podcast de Bókasafn Hafnarfjarðar
Catégories:
Síðasta lag fyrir myrkur er...Vígroði e. Vilborgu Davíðsdóttur Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Áfram og afturábak í íslandssögunni er haldið, en áfram skoðar Hjalti verk Vilborgar Davíðsdóttur um ævi Auðar djúpúðgu. Hún elur upp son sinn á eigin jörð á Katanesi. Hún hefur haldið sig fjarri Suðureyjum frá því að leiðir hennar og Ólafs hvíta Dyflinnarkonungs skildu af ótta við að Ketill flatnefur, faðir hennar, gefi hana manni á ný. Að veturnóttum 865 kemur hún þó í föðurhús, til brúðkaups bróður síns og dóttur Ingólfs Arnarsonar. Þar spá dísirnar því að vígroða muni brátt slá á víkinga í Vesturhafi. Og víst horfir ófriðvænlega á norðanverðum Bretlandseyjum þar sem innfæddir veita norrænum mönnum æ meiri mótspyrnu og Orkneyjajarl ásælist aukin völd. Þá ræðst Dyflinnarkonungur inn í Péttland, öllum að óvörum, og leiðir þeirra Auðar liggja saman að nýju … Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)