Þrýstingurinn - 4. þáttur - Búrið og Peð á plánetunni jörð e. Olgu Guðrúnu Árnadóttur

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un podcast de Bókasafn Hafnarfjarðar

„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga.“ Eva - Stella í Orlofi (1986) Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum. En hver þarf ekki smá Þorgrím í lífið svona endrum og eins?Olga Guðrún Árnadóttir er líklegast eini íslenski barna- og unglingabókahöfundurinn sem hefur fengið líflátshótanir fyrir sína vinnu, hljómar eins og Svava Jak og Laxness í bland og er enn rokkstjarna allra sem þurfa að laga til heima hjá sér. Hún er líka höfundur hinnar fyrstu eiginlegu íslensku unglinabókar, Búrsins, sem er hennar fyrsta skáldsaga. Mörgum árum seinna kom Peð á plánetunni jörð. Hér verður tappað af þrýstungnum og farið yfir fyrsta og síðasta verk þessarar ofurkonu, rithöfunds, tónlistarmanns, fjölmiðlamanns og svo má lengi telja...